Kia Classic: Ólafía Þórunn lék á 73 höggum

Kia Classic: Ólafía Þórunn lék á 73 höggum

Ólafía Þórunn lék fyrsta hring sinn á Kia Classic mótinu í Carlsbad Kaliforníu í gær. Hún lék hringinn á 73 höggum eða +1 og endaði í sæti 65 eftir daginn. Annar hringur verður leikinn í dag og þá kemur í ljós hvort að Ólafía nær niðurskurðinum, Ólafía á rástíma í dag kl. 08:50 að staðartíma eða 15:50 að íslenskum tíma.

Við fylgjumst spennt með því hvað Ólafía gerir í dag og óskum henni góðs gengis á vellinum.

Skor og stöðu keppenda í mótinu er að finna hér

Til baka í yfirlit