Kia Classic: Ólafía Þórunn lék á 74 höggum, dugði ekki til

Kia Classic: Ólafía Þórunn lék á 74 höggum, dugði ekki til

Ólafía Þórunn lék annan hring sinn á Kia Classic mótinu á 74 höggum eða +2. Það dugði henni ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn og er hún því úr leik. Ólafía var í 65. sæti eftir fyrsta daginn og þurfti því á góðum hring að halda til að ná í gegn.

Ólafía hóf leik á 10. teig og byrjaði á að fá skolla á fyrstu holu dagsins. Hún kom sér aftur niður á parið eftir fugl á 14. holunni. Tveir skollar á 15. og 16. holunum gerðu það að verkum að hún kláraði fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari. Seinni níu holurnar byrjuðu alveg eins og þær fyrri, með skolla, en fylgdi því á eftir með góðum fugli á 2. braut. Seinna á hringnum fékk hún svo tvo skolla og tvo fugla og endaði á 74 höggum eða +2 og er lauk leik á þremur höggum yfir pari.

Efst eftir tvo daga er Cristie Kerr frá Bandaríkjunum á -9, á eftir henni koma þær Mirim Lee og Mo Martin, báðar á -8.

Skor og stöðu keppenda má sjá hér

Til baka í yfirlit