Íslensk Ameríska mun á næstu dögum vera með kynningar á GR merktum FootJoy fatnaði fyrir félagsmenn – hægt verður að máta og leggja inn pöntun á staðnum.
Ákveðið var að samtvinna þetta með púttmótaröðum sem eru í fullum gangi á Korpunni og fara senn að líða undir lok. Kynningar á GR fatnaði verða á eftirtöldum dögum:
Fimmtudag, 8. mars kl. 18:00-20:00
Sunnudag, 11. mars frá kl. 11:00-15:00
Þriðjudag, 13. mars frá kl. 18:00-20:00
Á sunnudeginum munu golfkennarar GR jafnframt mæta á Korpuna og vera með púttkennslu og leiðbeina félagsmönnum hvernig á að æfa pútt frá kl. 13:00-15:00.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Golfklúbbur Reykjavíkur