Leikfyrirkomulag Korpu aðgengilegt á vefsíðu

Leikfyrirkomulag Korpu aðgengilegt á vefsíðu

Nú hefur verið sett upp leikfyrirkomulag 2017 fyrir Korpúlfsstaðarvöll sem aðgengilegt er félagsmönnum og öðrum kylfingum á vefsíðu klúbbsins.

Fyrirkomulagið er sett upp með þeim 18 holum sem leiknar eru hvern dag, þ.e. Sjórinn/Áin - Landið/Áin og Sjórinn Landið. Sú lykkja sem ekki er skráð til leiks í 18 holum þann daginn er þá 9 holu völlur það skiptið.

Yfirlitið er að finna í skjali sem fylgir fréttinni.

Við vekjum athygli á því að leikfyrirkomulag þetta er birt með fyrirvara um breytingar.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit