Eins og félagsmenn vita vel þá hefur leikfyrirkomulag Korpunnar verið Sjórinn/Áin (18) og Landið (9) undanfarnar tvær vikur og voru þessar ráðstafanir gerðar vegna viðhaldsvinnu á vellinum. Það er ánægja að tilkynna ykkur að frá og með næsta föstudegi, 18 ágúst, mun leikfyrirkomulag vera skv. áður birtu fyrirkomulagi og verður því Landið/Áin (18) og Sjórinn (9) á föstudag.
Golfklúbbur Reykjavíkur