Lokað hefur verið fyrir golfbílaumferð það sem af er vikunni á Grafarholtsvelli og þar sem útlit er fyrir áframhaldandi bleytu mun umferð golfbíla ekki vera leyfð áfram næstu daga. Einnig hefur verið lokað fyrir golfbílaumferð á Korpúlfsstaðarvelli vegna bleytu.
Tilkynnt verður ef opnað verður aftur fyrir umferð golfbíla á völlum klúbbsins.
Golfklúbbur Reykjavíkur