Ólafía Þórunn lék fyrsta hring sinn á Pure Silk mótinu á LPGA mótaröðinni á 71 höggi eða -2 og er það glæsileg byrjun hjá okkar konu.
Ólafía sló fyrsta höggið í sínum ráshóp og segir hjartað hafa slegið ögn örar fyrir það högg, að hringnum loknum leið henni vel og sagðist hafa haft virkilega gaman að því að spila.
Fyrstu níu holurnar lék Ólafía á tveimur höggum undir pari. Á seinni níu náði hún pari á fyrstu tveimur holunum, á næstu þremur fékk hún tvo skolla og átti svo góðan endasprett á síðustu fjórum holunum þar sem hún fékk tvo fugla og tvisvar sinnum par. Ólafía spilaði best í sínu holli í gær og er nú í 37.-49. sæti.
Ráshópur Ólafíu fer af stað kl. 17:37 í dag og er sá þriðji síðasti.
Við sendum góða strauma til Bahamas og óskum Ólafíu góðs gengis á vellinum í dag.
Hægt er að fylgjast með stöðu í mótinu hér
Golfklúbbur Reykjavíkur