LPGA: Ólafía Þórunn lauk leik á -1 og endaði í 26. sæti

LPGA: Ólafía Þórunn lauk leik á -1 og endaði í 26. sæti

Leik lauk í gær á Pure Silk Bahamas LPGA mótinu sem fór fram á Bahamas um helgina. Leikið var við erfiðar aðstæður og var keppni frestað í rúman sólahring vegna vinds, ein umferð var felld niður og voru því 54 holur leiknar í stað 72. Ólafía Þórunn fór fyrsta hringinn á 77 höggum eða 4 höggum yfir pari og um tíma leit staðan ekki vel út, hún lauk þó leik á -1 og endaði jöfn í 26. sæti eftir 54 holur.

Sigurvegari mótsins varð Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum en hún varði sigraði mótið einnig í fyrra og varði því titilinn, Lincicome lék á samtals -12, í öðru sæti varð Wei-Ling Hsu frá Taívan sem lauk leik á -10.

Við óskum Ólafíu til hamingju með flottan árangur á fyrsta LPGA móti ársins.

Lokastöðu úr mótinu má sjá hér

Til baka í yfirlit