Meistaramót GR 2017 hafið á báðum völlum

Meistaramót GR 2017 hafið á báðum völlum

Nú er Meistaramót GR 2017 formlega hafið og voru fyrstu ráshópar ræstir út kl. 08:00 í morgun á báðum völlum klúbbsins. Tæplega 500 félagar á öllum aldri skráðu sig til leiks og er það svipaður fjöldi og hefur verið fyrri ár.

Það er von okkar að allir þátttakendur hafi fyrst og fremst gaman af því að vera með í þessari uppskeruhátíð okkar GR-inga og að gleðin verði höfð að leiðarljósi í komandi viku. Hægt verður að fylgjast með skori og stöðu keppenda í lok hvers dags á golf.is.

Við minnum á að veitingasölur í báðum klúbbhúsum verða opnar frá morgni til kvölds þar sem hægt er að fá sér hressingu fyrir leik eða snæðing að leik loknum.

Gleðilega Meistaramótsviku!

Til baka í yfirlit