Meistaramót GR 2017 – skráning hefst mánudaginn 19. júní

Meistaramót GR 2017 – skráning hefst mánudaginn 19. júní

Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur 2017 fer fram dagana 2. – 8. júlí. Eins og undanfarin ár verður leikið verður á Grafarholtsvelli og á Korpúlfsstaðarvelli. Sunnudaginn 2. júlí til þriðjudagsins 4. júlí leika allir barna- og unglingaflokkar, allir öldungaflokkar, 3. flokkur karla og kvenna, 4. og 5. flokkur karla. Þessir flokkar leika 54 holur í mótinu. Miðvikudaginn 5. júlí til laugardagsins 8. júlí leika 2.flokkur karla og kvenna, 1.flokkur karla og kvenna og Meistaraflokkur karla og kvenna. Þessir flokkar leika 72 holur.

Breytingar hafa verið verið gerðar á skráningum keppenda 18 ára og yngri, þeir leika í sínum aldursflokki nema að þeir hafi meistaraflokksforgjöf þá er þeim heimilt að leika í Meistaraflokki.

Skráning í mótið hefst mánudaginn 19. júní kl.10:00 á golf.is og lýkur fimmtudaginn 29. júní kl. 12:00. Greiða þarf mótsgjald við skráningu. Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar að móti loknu.

Mótsgjald:
72 holur = 9.500 kr.
54 holur = 8.500 kr.
Börn og unglingar = 6.500 kr.

Áætlaða rástíma flokka er að finna í meðfylgjandi skjali – athugið að rástímar eru birtir með fyrirvara um breytingar.

Karlar
Meistaraflokkur karla: fgj. 0-4,4
1.flokkur karla: 4,5-10,4
2.flokkur karla: 10,5-15,4
3.flokkur karla: 15,5-20,4
4.flokkur karla: 20,5-27,4
5.flokkur karla: 27,5-54
Karlar 50 ára og eldri: 0-10,4
Karlar 50 ára og eldri: 10,5-20,4
Karlar 50 ára og eldri: 20,5-54
70 ára+ karlar

Konur
Meistaraflokkur kvenna: fgj. 0-10,4
1.flokkur kvenna: 10,5-17,4
2.flokkur kvenna: 17,5-24,4
3.flokkur kvenna: 24,5-31,4
4.flokkur kvenna: 31,5-54
Konur 50 ára og eldri: 0-16,4
Konur 50 ára og eldri: 16,5-26,4
Konur 50 ára og eldri: 26,5-54
70 ára+ konur

Börn og unglingar
12ára og y. hnokkar
12ára og y. hnátur
13-14 ára telpur
13-14 ára drengir
15-16 ára stelpur
15-16 ára strákar
17-18 ára stúlkur
17-18 ára piltar

Til baka í yfirlit