Meistaramót GR 2017 - úrslit

Meistaramót GR 2017 - úrslit

Meistaramóti GR 2017 er nú lokið og úrslit allra flokka orðin ljós. Klúbbmeistari GR 2017 í karlaflokki varð Guðmundur Ágúst Kristjánsson á 285 höggum, lék frábært golf alla dagana og endaði á einum undir pari. Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur klúbbmeistari í kvennaflokki, sigraði mótið enn eina ferðina og lauk leik á 308 höggum. Við óskum klúbbmeisturum GR 2017 innilega til hamingu með sigurinn.

Nú tekur við verðlaunaafhending og lokahóf á Korpunni og er það okkar von að að gestir eigi eftir að skemmta sér vel fram eftir kvöldi. Við þökkum þátttakendum og félagsmönnum öllum fyrir frábæra meistaramótsviku!

Önnur úrslit úr Meistaramóti er að finna í meðfylgjandi skjali.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit