Tveir dagar eru nú búnir og tveir eftir af fjögurra daga keppni í Meistaramóti GR 2017. Meistaraflokkur kk & kvk og 1. flokkur kk & kvk hófu leik í Grafarholtinu í gær en 2. flokkur kk & kvk á Korpunni. Á morgun munu flokkarnir svo flytja sig á milli valla og leika þar tvo síðustu hringina. Veðrið hefur verið alls konar þessa vikuna en spá helgarinnar lítur ágætlega út og vonum við að hún haldi sér og gefi kylfingum betri von um gott skor á seinni helming.
Rástímar morgundagsins hafa nú verið birtir á golf.is:
Korpa - meistaraflokkur kk & kvk og 1. flokkur kk & kvk
Grafarholt - 2. flokkur kk & kvk
Við óskum keppendum góðs gengis og vonum fyrst og fremst að þið séuð að njóta leiksins!
Golfklúbbur Reykjavíkur