Verðlaunaafhending og lokahóf Meistaramóts GR 2017 verður haldið á efri hæð Korpunnar laugardagskvöldið 8.júlí. Allir þátttakendur eru hvattir til að mæta, borða góðan mat og samgleðjast með verðlaunahöfum. Salurinn opnar fyrir matargesti kl.18:00. Þátttakendur eru beðnir að taka tillit til þess að salurinn verður tvísetinn og því um að gera að mæta snemma, borða og fylgjast með meistaraflokkunum ljúka leik.
Þátttakendur í mótinu fá afhentan aðgöngumiða á lokadegi sínum í mótinu sem þarf að framvísa hjá veitingasölu þegar mætt er í Lokahóf.
Fyrir þá sem ekki taka þátt í mótinu en vilja koma og gleðjast með okkur, verður hægt að kaupa miða í matinn á staðnum og kostar miðinn kr. 4600, gengið er frá greiðslu hjá veitingasala.
Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í Lokahófið.
Hörður Traustason og hans góða starfsfólk munu sjá um veitingarnar og sett verður upp glæsilegt hlaðborð.
Verðlaunaafhending er áætluð um kl.20:30 og að henni lokinni mun trúbador mæta og leika fyrir gesti. Barinn verður opinn frameftir og mun DJ PÓS sjá um að halda uppi stuðinu fram á rauða nótt.
ATH! 20 ára aldurstakmark er á svæðið.
MUNIÐ EFTIR MIÐUNUM YKKAR OG GÓÐA SKAPINU
Hlökkum til að sjá ykkur!