Þriðjudaginn 12. september verður lokaumferð leikin í Mjólkursamsalan – mótaröð eldri kylfinga. Lokaumferðin verður leikin á Grafarholtsvelli og skrá þátttakendur sig sjálfir í rástíma eins og venja er. Að leik loknum skila keppendur svo inn skorkorti með kennitölu og undirskrift frá meðspilara.
Þrír bestu hringirnir telja til verðlauna á mótaröðinni, þannig að í höggleiknum telja 3 bestu skorin í höggum talið og í punktakeppni telja samanlagt þrír punktahæstu hringirnir. Keppendur þurfa að hafa skilað inn skori í að minnsta kosti þremur mótum sumarsins til verðlauna. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni og höggleik í báðum flokkum karla og kvenna. Sami keppandinn getur ekki unnið til verðlauna fyrir bæði punktakeppni og höggleik.
Tilboð verður í veitingasölu Grafarholts fyrir keppendur í mótinu.
Mótsstjóri mótaraðarinnar er Atli Þór Þorvaldsson.
Nefnd eldri kylfinga