Mjólkursamsalan: mótaröð eldri kylfinga - verðlaunahafar

Mjólkursamsalan: mótaröð eldri kylfinga - verðlaunahafar

Golfklúbbur Reykjavíkur stóð í sumar fyrir mótaröð eldri kylfinga. Nýr styrktaraðili fyrir mótaröðina í ár var Mjólkursamsalan. Mótaröðin var innanfélagsmót fyrir félagsmenn GR 50 ára og eldri.

Mót sumarsins voru fimm talsins og töldust þrír bestu hringirnir til verðlauna. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni og höggleik í flokkum karla og kvenna. Sami keppandinn gat ekki unnið til verðlauna fyrir bæði punktakeppni og höggleik.

Þátttaka var því miður ekki eins góð og væntingar stóðu til og hefur Golfklúbbur Reykjavíkur þegar hafið vinnu við að útfæra nýtt fyrirkomulag fyrir næsta sumar, sem kynnt verður síðar.

Við viljum gera gott starf betra og óskum því eftir ykkar tillögum, sem litið verður til við útfærslu á nýju fyrirkomulagi. Vinsamlegast sendið tillögur í tölvupósti til framkvæmdastjóra GR á netfangið omar@grgolf.is.

Sigurvegarar í mótaröð sumarsins voru eftirfarandi:

Punktakeppni kvenna 50-64 ára:
Sigríður M. Kristjánsdóttir
Margrét Haraldsdóttir

Höggleikur kvenna 50-64 ára:
Ásta Óskarsdóttir

Punktakeppni karla 50-69 ára
Loftur Ingi Sveinsson
Páll Helgason
Jón Baldursson

Höggleikur karla 50-69 ára
Axel Þór Rúdolfsson
Jóhannes Oddur Bjarnason
Atli Þór Þorvaldsson

Punktakeppni karla 70 ára og eldri
Hans Jakob Kristinsson
Hannes G. Sigurðsson

Höggleikur karla 70 ára og eldri
Ársæll Guðjónsson

Verðlaunahafar fá verðlaun send heim í pósti á næstu dögum.

Golfklúbbur Reykjavíkur þakkar keppendum fyrir þátttökuna í sumar og styrktaraðila mótaraðarinnar, Mjólkursamsölunni kærlega fyrir samstarfið.

Til baka í yfirlit