Námskeið, vetraræfingar - tilvalið fyrir hópa

Námskeið, vetraræfingar - tilvalið fyrir hópa

Golfklúbbur Reykjavíkur býður upp á námskeið, vetraræfingar, fyrir félaga. Æfingarnar standa yfir í 10 vikur og er miðað við fjóra í hverjum hóp. Æfingarnar fara fram í Básum og á Korpúlfsstöðum.

Hver tími er 1 klst. og eru byggðir upp á stöðvaþjálfun, sveiflugreiningu og æfingum. Tímarnir eru tilvaldir fyrir spilahópa til að æfa saman, hita upp og mæta vel undirbúnir fyrir golfsumarið 2017.

Tímar sem í boði eru eru þessir:

Mánudagar kl. 21:00
Þriðjudagar kl. 19:00
Þriðjudagar kl. 21:00
Miðvikudagar kl. 19:00
Miðvikudagar kl. 20:00
Miðvikudagar kl. 21:00

Verð kr. 30.000*
*boltar ekki innifaldir í verði

Kennari á námskeiðunum er Arnar Snær og fer skráning fram hjá honum í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is

Til baka í yfirlit