Nýir stjórnarmenn kosnir í stjórn GR

Nýir stjórnarmenn kosnir í stjórn GR

Á aðalfundi Golfklúbbs Reykjavíkur sem fram fór í gær voru tveir nýir stjórnarmenn kosnir til starfa en þeir Guðni Hafsteinsson og Gunnar Már Sigurfinnsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Þeir höfðu báðir setið í stjórn klúbbsins í 10 ár eða frá árinu 2007.

Þeir Atli Þór Þorvaldsson og Sigurður Helgi Hafsteinsson komu nýir inn í stjórn félagsins. Atli Þór hefur verið liðtækur í mótahaldi fyrir hönd félagsins síðastliðin ár, Sigurð þekkja flestir en hann er einn af okkar fremstu golfkennurum.

Um leið og Golfklúbbur Reykajvíkur býður þá Atla og Sigurð velkomna til starfa þökkum við fráfarandi stjórnarmönnum fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins undanfarin 10 ár.

Stjórn klúbbsins er svona skipuð:
Björn Víglundsson, formaður
Ragnar Baldursson, varaformaður
Anna Björk Birgisdóttir, aðalstjórn
Elín Sveinsdóttir, aðalstjórn
Guðný Helga Guðmundsdóttir, aðalstjórn
Margeir Vilhjálmsson, aðalstjórn
Ólafur William Hand, aðalstjórn
Jón B. Stefánsson, varastjórn
Atli Þór Þorvaldsson, varastjórn
Sigurður H. Hafsteinsson, varastjórn

 

Til baka í yfirlit