Nýjungar á gjaldskrá og innheimtu barna og unglinga, 6-18 ára

Nýjungar á gjaldskrá og innheimtu barna og unglinga, 6-18 ára

Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í byrjun desember, voru gerðar breytingar á gjaldi barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára og verður skráning þessa aldursflokks nú með öðrum hætti en áður. Sú nýjung sem þetta hefur í för með sér er að nú geta allir sem skráðir eru sótt æfingar hjá klúbbnum.

Frá og með 1. janúar 2017 mun þessi aldurshópur greiða æfingagjald hjá klúbbnum og mun öll skráning og greiðsla fara fram í gegnum Nóra félagakerfi á slóðinni https://grgolf.felog.is/ - hægt verður að velja milli þrenns konar æfingagjalds:

Heilsársæfingar, kr. 42.750
Sumar- og vetraræfingar frá jan-des (3-5 æfingar í viku)
Aðgangur að völlum GR
Spil undir merkjum GR
Mótaraðir
Meistaramót
Æfingaferð erlendis
Líkamsþjálfun
Hugarþjálfun
Fyrirlestrar
Aðrir viðburðir

Hálfsársæfingar, kr. 24.750
Æfingar frá 1. júní - 30. október (2-3 æfingar á viku)
Takmarkaður aðgangur að völlum GR (fyrir kl. 14:00 á virkum/eftir kl. 14:00 um helgar)
Spil undir merkjum GR
Mótaraðir
Meistaramót
Aðrir viðburðir

Sumaræfingar, kr. 15.750
Sumaræfingar frá 1. júní - 15. september (1x opin hópæfing í viku)
Takmarkaður aðgangur að völlum GR (fyrir kl. 14:00 á virkum/eftir kl. 14:00 um helgar)
Spil undir merkjum GR
Mótaraðir
Meistaramót
Aðrir viðburðir
Foreldrum og forráðamönnum er vinsamlega bent á að gjöld þessa aldurshóps verða ekki innheimt með sama hætti og áður heldur mun öll skráning og greiðsla fara fram í gegnum https://grgolf.felog.is/ og verður opnað fyrir skráningu strax í janúar.

Ef óskað er frekari upplýsinga um gjaldskrá þessa er hægt að hafa samband við Inga Rúnar, íþróttastjóra, í síma 660-2787 eða á netfangið ingi@grgolf.is 

Til baka í yfirlit