Ógreidd félagsgjöld – tilkynning til félagsmanna

Ógreidd félagsgjöld – tilkynning til félagsmanna

Enn eru einhverjir sem ekki hafa gengið frá greiðslu félagsgjalda vegna ársins 2017. Við biðjum þá félagsmenn sem ekki hafa gert grein fyrir greiðslufyrirkomulagi sínum vinsamlegast um að hafa samband við skrifstofu fyrir föstudaginn 19. maí næstkomandi. Þeir félagsmenn sem ekki hafa samband fyrir þann tíma verða teknir af skrá skv. 6. grein í lögum klúbbsins:

„6. grein
Árgjald skal greitt eða frá greiðslu þess gengið fyrir 1. febrúar ár hvert. Hafi árgjald ekki verið greitt fyrir 1. mars er félagsstjórn heimilt að fella viðkomandi af félagaskrá og taka inn félaga af biðskrá í hans stað.
Stjórn félagsins er heimilt að bjóða félagsmönnum upp á greiðsludreifingu árgjalda með kreditkortum eða öðrum viðurkenndum greiðsluaðferðum. Skilyrði er að félagið beri ekki kostnað af slíkum samningum.
Eftir umsókn félagsmanns, og ef um er að ræða sérstakar aðstæður hans, er stjórninni heimilt að veita undanþágu frá greiðslu gjalda.“

Mikil aukning hefur verið í umsóknum eftir inngöngu í klúbbinn og er biðlistinn orðinn langur, hafi félagsmenn ekki haft samband fyrir tilgreindan tíma munu nýjir félagar verða teknir inn í þeirra stað.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit