Ólafía endaði jöfn í 30. sæti á ISPS Handa í nótt

Ólafía endaði jöfn í 30. sæti á ISPS Handa í nótt

Ólafía Þórunn lauk leik á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í nótt. Hún spilaði lokahringinn á 75 höggum eða +2 og endaði í jöfn í 30. sæti á mótinu, þetta er frábær árangur hjá Ólafíu á sínu öðru móti á LPGA mótaröðinni.

Á hringnum fékk hún alls fjóra skolla, einn skramba og fjóra fugla en hún sýndi mikla virðingu fyrir golfíþróttinni þegar hún dæmdi sjálf á sig tvö víti á 7. brautinni þar sem hún lenti í atviki í flatarglompu. Með þessu sýndi Ólafía Þórunn af sér mikla íþróttamennsku og segist vera stolt af því að hafa dæmt sig þannig þar sem golfíþróttin standi fyrir heiðarleika og virðingu fyrir golfreglum og að allir kylfingar eigi að virða það. Sjá viðtal á visir.is

Næsta LPGA mót sem Ólafía tekur þátt í fer fram í Phoenix Arizona, Bandaríkjunum og fer fram dagana 16.- 19. mars.

Úrslit og stöðu keppenda úr mótinu má finna hér


Við óskum Ólafíu til hamingju með góðan árangur og frábæran leik um helgina!
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit