Ólafía endaði jöfn í 59. sæti á lokamóti LPGA

Ólafía endaði jöfn í 59. sæti á lokamóti LPGA

Lokamót LPGA mótaraðarinnar sem fór fram í Naples, Florida um helgina, lauk í gær. Ólafía Þórunn endaði jöfn í 59. sæti á mótinu, hún lék lokahringinn á pari vallar, 72 höggum. Samtals lék hún hringina fjóra á +4 (70-74-76-72).

Alls voru 81 keppandi á móti helgarinnar og var þetta 26. mótið sem Ólafía tók þátt í á sínu fyrsta keppnisári sem atvinnukylfingur á LPGA mótaröðinni. Sigurvegari á móti helgarinnar varð Ariya Jutanugarn frá Thailandi en hún lauk leik á samtals -15, á eftir henni komu jafnar í 2.-3. sæti á -14 þær Lexi Thompson og Jessica Korda, báðar frá Bandaríkjunum.

Hér má sjá lokastöðu úr mótinu

Það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með velgengni Ólafíu á árinu og óskum við henni innilega til hamingju með þann árangur sem hún hefur náð.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit