Ólafía í 49. sæti eftir fyrsta hringinn í Arizona

Ólafía í 49. sæti eftir fyrsta hringinn í Arizona

Ólafía Þórunn lék fyrsta hring sinn á Bank of Hope Founders á 69 höggum eða -3, þetta er þriðja mót Ólafíu á LPGA mótaröðinni og endaði hún í 49. sæti eftir fyrsta daginn. Cheyenne Woods lék á +3 og Michelle Wie á -7 en þær voru í ráshóp með Ólafíu. Fremst eftir fyrsta daginn varð Katie Burnett frá Bandaríkjunum á -8.

Ólafía fékk sex pör í röð, fékk síðan örn -2 á sjöundu braut, sem er par 4 hola. Hún tapaði einu höggi á níunudu braut og fékk tvo fugla á seinni 9 holunum. Ólafía spilar sinn annan hring í í Phoenix í dag og á rástíma kl. 19:23 að íslenskum tíma.

Hægt er að fylgjast með skori og stöðu keppenda hér

Við sendum okkar bestu strauma til Arizona og óskum Ólafíu alls hins besta á vellinum í dag.

Til baka í yfirlit