Ólafía Þórunn tryggði sér áframhaldandi þátttöku á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í nótt þegar hún vippaði ofan í fyrir fugli á 18. holunni, hún lauk hringnum á 74 höggum eða +1. Þegar tvær holur var hún á tveimur höggum yfir pari í heildina og leit út fyrir að hún mundi ekki ná niðurskurði. Hún tryggði sig svo áfram með því að fá tvo fugla í röð á 17. og 18. holu.
Að öðrum hring loknum er Ólafía jöfn í 64. sæti. Efst eftir annan hring í mótinu er Sarah Jane Smith frá Bandaríkjunum en hún lék hringinn í gær á 67 höggum og er nú níu undir pari.
Fylgjast má með stöðu og skori keppenda hér
Áfram Ólafía!