Ólafía Þórunn kláraði sinn annan hring á pari eða 72 höggum á Bank of Hope Founders í Phoenix Arizona en náði ekki í gegnum niðurskurðinn og hefur því lokið leik á mótinu.
Ólafía hóf leik á fyrsta teig í gær og var einu höggi undir pari eftir fyrstu níu. Seinni níu byrjuðu vel þar sem hún fékk fugl bæði á 11. og 13. braut en tapaði þremur höggum þegar hún fékk þrjá skolla á síðustu fjórum holunum og lauk þar með hringnum á 72 höggum.
Á mótinu komast 70 efstu kylfingar í gegnum niðurskurðinn en Ólafía endaði jöfn í 82. sæti eftir gærdaginn og hefur hún því lokið leik að sinni. Þetta er þriðja LPGA mót Ólafíu og náði hún í gegnum niðurskurðinn á tveimur fyrstu mótunum. Efst eftir gærdaginn er Ariya Jutanugarn frá Thailandi og önnur er Stacy Lewis frá Bandaríkjunum, báðar á samtals -13.