Ólafía tekur þátt á sínu þriðja LPGA móti í Phoenix Arizona á komandi helgi

Ólafía tekur þátt á sínu þriðja LPGA móti í Phoenix Arizona á komandi helgi

Á fimmtudag mun Ólafía Þórunn hefja leik á sínu þriðja LPGA móti – Bank of Hope, sem fram fer á Wildfire Golf Club/JW Marriott Phoenix Desert Ridge Resort & Spa í Phoenix Arizona á komandi helgi, dagana 16. – 19. mars.

Ólafía Þórunn hefur leikið á tveimur LPGA mótum á þessu tímabili – Pure Silk Bahamas þar sem hún endaði í 69. sæti og á ISPS Handa í Ástralíu þar sem hún náði frábærum árangri og endaði í 30. sæti á pari vallarins. Ólafía mun leika með bestu kylfingum heims á mótinu um helgina en níu af tíu bestu kvenkylfingum munu taka þátt. Eins og í fyrri tveimur mótum sem Ólafía hefur tekið þátt í verða leiknir fjórir hringir og niðurskurður eftir tvo.

Það verður bæði skemmtilegt og spennandi að fylgjast með hvað Ólafía gerir í Phoenix Arizona um helgina.

Til baka í yfirlit