Ólafía Þórunn á +4 þegar keppni er hálfnuð í Kína

Ólafía Þórunn á +4 þegar keppni er hálfnuð í Kína
Ólafía Þórunn keppir nú á Blue Bay mótinu á LPGA mótaröðinni sem fram fer á Hainan eyjunni í Kína. Nú þegar tveir hringir af fjórum hafa verið leiknir er Ólafía í 36. sæti.

Ólafía lék fyrsta hringinn á pari vallar eða 72 höggum. Hún hóf leik á fyrstu holu á öðrum hring sínum í nótt og lék mjög vel á fyrri níu holunum, þær lék hún á tveimur höggum undir pari, þar sem hún fékk fugl á holum fimm, sex og átta og einn skolla á annari holu dagsins.

Síðari níu holurnar reyndust Ólafíu erfiðar og þá sérstaklega fyrstu fjórar holurnar. Þær lék hún á sex höggum yfir pari, tveir tvöfaldir skollar og tveir skollar, og var því komin fjögur högg yfir par. Síðustu fimm holurnar lék hún á pari og lauk hún hringnum á 76 höggum.

Við óskum Ólafíu góðs gengis á seinni hluta mótsins og sendum góðar kveðjur til Kína.
Til baka í yfirlit