Ólafía Þórunn á 9 yfir pari eftir tvo daga í Taívan

Ólafía Þórunn á 9 yfir pari eftir tvo daga í Taívan

Ólafía Þórunn keppir á LPGA mótinu Swinging Skirts sem fram fer í Taívan nú um helgina. Eftir tvo hringi er Ólafía á 9 höggum yfir pari, enginn niðurskurður er í mótinu og fá keppendur því tækifæri á að leika alla fjóra hringina sem leiknir eru.

Ólafía lék fyrri hringinn á 76 höggum og annan hringinn fór hún á 77 höggum sem skilar henni í sæti nr. 72 af 81 keppendum.

Hægt er að fylgjast með skori og stöðu keppenda hér

Við sendum góðar kveðjur til Taívan og óskum Ólafíu betra gengis á seinni tveimur hringjunum.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit