Ólafía Þórunn endaði í 14. sæti á LET Evrópumótaröðinni í Ástralíu um síðustu helgi. Eftir erfiða byrjun tókst henni að vinna sig sig jafnt og þétt upp skortöfluna og lauk leik á 288 höggum eða pari vallar (80-70-67-71). Ólafía var á +8 eftir fyrsta hringinn en lék næstu þrjá hringi á -9 samtals þar af -5 á þriðja hringnum sem var besti hringur dagsins. Ólafía er í 43. sæti peningalistans eftir þetta eina mót hennar á LET Evrópumótaröðinni.
Valdís Þóra úr Golfklúbbnum Leyni stóð sig vel á mótinu og endaði í þriðja sæti, þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem tveir íslenskir keppendur eru meðal 15 efstu á LET Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu.
Við óskum þeim báðum til hamingju með árangur sinn á móti helgarinnar.