Ólafía Þórunn endaði í 59. sæti í Kuala Lumpur

Ólafía Þórunn endaði í 59. sæti í Kuala Lumpur

Ólafía Þórunn lék á Sime Darby mótinu, sem fram fór í Kuala Lumpur, um helgina. Alls voru 78 keppendur á mótinu og endaði Ólafía í 59. sæti. Enginn niðurskurður var í mótinu eins og á flestum LPGA mótum og fengu keppendur því tækifæri á að leika alla fjóra hringina. Ólafía lék hringina fjóra á samtals 291 höggi eða +7 (74-67-73-77).

Hér má sjá lokastöðu í mótinu

Næstu mót sem Ólafía leikur á LPGA mótaröðinni fara fram í Japan, dagana 2.- 5. nóvember og í Kína, dagana 8. – 11. nóvember.

Til baka í yfirlit