Ólafía Þórunn mun hefja leik á sínu fjórða LPGA móti, Kia Classic, í Carlsbad Kaliforníu í kvöld. Ólafía á rástíma kl. 20:50 að íslenskum tíma og verður í ráshóp með Regan De Guzman frá Filippseyjum og Kris Tamulis frá Bandaríkjunum.
Mótið stendur yfir í fjóra daga og verður, eins og í fyrri mótum, niðurskurður að öðrum keppnisdegi loknum. Ólafía er í 94. sæti á stigalistanum eftir mótið um síðustu helgi og þarf á því að halda að leika vel um helgina til að styrkja stöðu sína.
Við óskum Ólafíu alls hins besta í Kaliforníu í kvöld.
Hér er hægt að nálgast allar upplýsingar um Kia Classic