Ólafía Þórunn hefur leik á lokamóti LPGA sem hefst í dag

Ólafía Þórunn hefur leik á lokamóti LPGA sem hefst í dag

Lokamót LPGA mótaraðarinnar, CME Group Championship, hófst í Naples Florida í dag. Ólafía Þórunn er meðal keppenda á mótinu og hefur leik kl. 10:20 að staðartíma. Ólafía er í ráshóp með Aditi Ashok frá Indlandi og Tiffany Joh frá Bandaríkjunum, þær munu leika saman fyrstu tvo hringina.

Keppendur á lokamótinu eru alls 81 en Ólafía tryggði sér þátttökurétt eftir Blue Bay mótið sem fram fór í Kína um síðustu helgi. Þetta er 26. mótið sem Ólafía tekur þátt í á sínu fyrsta ári sem atvinnukylfingur á LPGA mótaröðinni og má það teljast frábær árangur.

Við sendum góðar kveðjur til Florida og óskum Ólafíu góðs gengis á vellinum um helgina!

Hægt er að fylgjast með skori og stöðu keppenda í mótinu hér

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit