Ólafía Þórunn hefur leik á LPGA: ISPS Handa mótinu í kvöld

Ólafía Þórunn hefur leik á LPGA: ISPS Handa mótinu í kvöld

Klukkan 20:41 í kvöld á íslenska tímanum verður klukkan 07:11 að morgni 16. febrúar í Adelaide, Ástralíu. Þá mun Ólafía Þórunn leika sinn fyrsta hring á ISPS Handa Women‘s Australian Open mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Staðartími í Ástralíu er tíu og hálfri klukkustund á undan þeim íslenska.

Fyrstu tvo keppnisdagana verður Ólafía Þórunn í ráshóp með Belen Mozo frá Spáni og Celine Herbin frá Frakklandi. Þær hefja leik á 10. teig á fyrsta hringnum. Mozo hefur verið á LPGA frá árinu 2011 og Herbin hefur leikið á LPGA frá árinu 2015. Mozo er í 162. sæti á heimslistanum og Melin er í 224. sæti en okkar kona er í sæti nr. 607 á heimslistanum.


Við óskum Ólafíu að sjálfsögðu alls hins besta á vellinum í kvöld!

Til baka í yfirlit