Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á LPGA Keb Hana Bank Championship mótinu í S-Kóreu í nótt, Ólafía á rástíma kl. 09:51 að staðartíma en það er kl. 00:51 eftir miðnætti í kvöld að íslenskum tíma.
Flestir af bestu kvenkylfingum heims taka þátt í mótinu og eru tíu efstu á heimslistanum mættar til leiks. Alls eru 18 af 20 efstu á heimslistanum eru á meðal keppenda á mótinu.
Keb Hana Bank Championship var fyrst haldið árið 2002 og frá árinu 2008 hefur mótið farið fram á núverandi keppnisvelli, Ocean Course, SKY72 Golf & Resort. Leiknar eru 72 holur.
Mótið í Suður-Kóreu er 22. mótið hjá Ólafíu á LPGA mótaröðinni á þessu ári. Hún er í 70. sæti á peningalista LPGA mótaraðarinnar og er nokkuð örugg um að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð í heimi.
Hægt er að fylgjast með skori og stöðu keppenda í mótinu hér
Við sendum Ólafíu okkar bestu kveðjur og óskum henni góðs gengis á móti helgarinnar
Golfklúbbur Reykjavíkur