Ólafía Þórunn lék vel á þriðja hringnum á ISPS Handa mótinu í Ástralíu sem leikinn var í nótt og kom inn á 71 höggi eða -2 og er nú jöfn í 24. sæti eftir þrjá hringi.
Það er óhætt að segja að Ólafía sé að byrja ferilinn sinn vel en þetta er annað mót hennar á LPGA, sterkustu mótaröð heims og spilaði hún sig ævintýralega í gegnum niðurskurðinn á öðrum hring.
Á lokahringnum, sem hefst kl. 00:50 eftir miðnætti í kvöld, mun Ólafía leika með Austin Ernst frá og Lisette Salas en þær eru báðar frá Bandaríkjunum. Það verður spennandi að sjá hvað gerist hjá okkar konu á lokahring.
Fylgjast má með skori og stöðu úr mótinu hér
Við sendum góða strauma til Ástralíu og óskum Ólafíu alls hins besta á vellinum í nótt.