Ólafía Þórunn lauk fyrsta hringnum á ISPS Handa mótinu á -1

Ólafía Þórunn lauk fyrsta hringnum á ISPS Handa mótinu á -1

Ólafía Þórunn lék sinn fyrsta hring á ISPS Handa mótinu á 72 höggum eða -1 og er jöfn í 41. sæti eftir fyrsta hring. Á hringnum fékk hún fjóra fugla, þrjá skolla og ellefu pör. Þegar fjórar holur voru eftir var hún samtals á þremur undir pari en fékk skolla á síðustu tveimur og endaði hringinn á -1.

Eins og flestir vita þá keppti Ólafía í fyrsta sinn á LPGA á Bahamas í janúar og er þetta því hennar annað mót á þessari sterkustu mótaröð heims.

Þar sem um er að ræða tímamismun upp á 10 og ½ tíma þá mun Ólafía hefja sinn annan hring eftir miðnætti í kvöld, aðfaranótt föstudags, um kl. 02:00.

Upplýsingar um skor og stöðu keppenda má finna hér

Við fylgjumst áfram spennt með stelpunni og óskum henni alls hins besta!

Til baka í yfirlit