Ólafía Þórunn leikur á Evian Championship mótinu sem hófst í dag

Ólafía Þórunn leikur á Evian Championship mótinu sem hófst í dag

Ólafía Þórunn hóf leik í dag á Evian Championship risamótinu sem fram fer í Frakklandi um helgina. Leiknar verða 54 holur í mótinu eða 3 hringir en ekki 4 eins og upphaflega var áætlað en keppnishald fór úr skorðum vegna veðurs í gær og þurfti því að fresta fyrstu umferð til dagsins í dag.

Mótið fer fram á Evian Resort í Évian-les-Bains í Frakklandi og er fimmta og síðasta risamót ársins á LPGA mótaröðinni, þetta er jafnframt þriðja risamótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í á árinu.

Við sendum Ólafíu Þórunni góðar kveðjur og óskum henni alls hins besta á vellinum um helgina.

Hægt er að fylgjast með skori og stöðu keppenda hér

Til baka í yfirlit