Ólafía Þórunn lék lokahringinn á pari

Ólafía Þórunn lék lokahringinn á pari

Evian Championship risamótinu á LPGA mótaröðinni, sem fram fór í Frakklandi, lauk í dag. Ólafía Þórunn lék lokahringinn á pari vallar eða 71 höggi og lék hringina þrjá á samtals +3.

Ólafía hóf leik á 10. teig í dag og fékk fugl á þriðju holunni. Hún tapaði fjórum höggum á 14., 15. og 16. braut, vann eitt högg til baka á þeirri 18. sem var níunda hola dagsins hjá henni. Á 2. braut tapaði hún svo höggi, á næstu átta holunum náði hún síðan að vinna þrjú högg til baka á næstu átta holum með þremur fuglum. Leikurinn í dag skilaði henni í 48. sæti í mótinu.

Sigurvegari í mótinu varð Anna Nordquist frá Svíþjóð sem vann eftir bráðabana við Brittany Altomare frá Bandaríkjunum, þær voru báðar á -9 eftir þrjá hringi og sigraði Nordquist með einu höggi.

Lokastöðu í mótinu má sjá hér

Við erum virkilega stolt af okkar konu og sendum henni góðar kveðjur til Frakklands.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit