Ólafía Þórunn lék vel á lokahringnum í Taívan

Ólafía Þórunn lék vel á lokahringnum í Taívan

Swinging Skirts mótinu á LPGA mótaröðinni í Taívan lauk í gær. Ólafía Þórunn lék vel á lokahringnum og kláraði hann á 70 höggum eða 2 höggum undir pari. Hún endaði í 67. sæti í mótinu á samtals 12 höggum yfir pari.

Sigurvegari á móti helgarinnar var Eun-Hee Ji en hún lauk leik á samtals 17 höggum undir pari og var sex höggum betri en Lydia Ko, sem endaði í öðru sæti í mótinu.

Lokastöðu í mótinu má sjá hér

Um næstu helgi keppir Ólafía Þórunn á Sime Darby mótinu sem fram fer í Kuala Lumpur, Malasíu. Fyrsti keppnisdagur þar er á fimmtudag, þann 25. október.

Til baka í yfirlit