Ólafía Þórunn lögð af stað á risamótinu í Chicago

Ólafía Þórunn lögð af stað á risamótinu í Chicago

Ólafía Þórunn, atvinnukylfingur, hefur hafið leik á fyrsta hring sínum á KPMG Women‘s PGA Championship mótinu í Chicago, rástíminn hennar í dag var kl. 09:30 á staðartíma eða 14:30 að íslenskum tíma. Með leik sínum á mótinu brýtur Ólafía blað í íslenskri golfsögu en enginn Íslendingur hefur áður tekið þátt á risamóti sem þessu.

Mótið er leikið á Olympia Fields vellinum í Chicago sem er par 70 völlur og 6.714 metrar að lengd. Í mótinu verða leiknir fjórir hringir, að tveimur hringjum loknum verður niðurskurður í keppendahópnum og vonum við að Ólafíu takist að vera meðal þeirra sem komast áfram. Fyrstu tvo dagana er Ólafía í ráshóp með þeim Wendy Doolan frá Ástralíu og Annie Park frá Bandaríkjunum.

Hér er hægt að fylgjast beint með stöðu og skori keppenda

Við sendum okkar bestu kveðjur yfir hafið og óskum Ólafíu góðs gengis!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit