Ólafía Þórunn mætt til Ástralíu

Ólafía Þórunn mætt til Ástralíu

Ólafía Þórunn er lent í Ástralíu þar sem hún mun keppa á sínu öðru LPGA móti um helgina. Mótið, ISPS Handa Women's Australian Open, fer fram á Royal Adelaide vellinum og verður leikið dagana 16.- 19. febrúar.

Tímanum hefur verið eytt í æfingar og fram að móti segist hún ætla að taka léttar æfingar og spara krafta sína fyrir helgina.

Það verður spennandi að fylgjast með leik Ólafíu um helgina!

Til baka í yfirlit