Ólafía Þórunn náði sínum besta árangri um helgina á LPGA

Ólafía Þórunn náði sínum besta árangri um helgina á LPGA

Ólafía Þórunn náði sínum besta árangri á LPGA mótaröðinni þegar hún lék á Indy Women in Tech Championship mótinu í Indianapolis. Mótinu lauk í gær og lék Ólafía hringina þrjá á samtals -13 og endaði í fjórða sæti. Ólafía fékk örn á lokaholu dagsins í dag og lék á 68 höggum en hún lék hringina þrjá á 67-68-68.

Lexi Thompson frá Bandaríkjunum stóð uppi sem sigurvegari í mótinu á -19, Lydia Ko frá Nýja Sjálandi endaði í öðru sæti á -15 og Minjee Lee, einnig frá Nýja Sjálandi, varð þriðja á -14.

Lokastöðu í móti helgarinnar má sjá hér

Í næstu viku fer fram fimmta og síðasta risamót ársins, Evian meistaramótið í Frakklandi, og er Ólafía á meðal keppenda þar. Það verður þriðja risamótið á þessu ári sem hún leikur á. Í haust tekur síðan við keppnistörn á LPGA þar sem keppt er í Eyjaálfu og Asíu. Ekki er enn ljóst á hve mörgum mótum Ólafía fær að keppa á í þeirri törn.

Við sendum Ólafíu okkar bestu kveðjur og óskum henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit