Ólafía Þórunn spilar sig inn á risamót

Ólafía Þórunn spilar sig inn á risamót

Stærstu golffréttir helgarinnar eru þær að Ólafía Þórunn hefur spilað sig inn á risamót í Bandaríkjunum, KPMG Women‘s PGA Championship, sem leikið verður dagana 29. júní – 2. júlí í Chicago.

Með þessu afreki sínu hefur Ólafía brotið blað í íslenskri golfssögu en engum Íslending hefur áður tekist að komast á jafn stórt mót og þetta sem um ræðir. Allir bestu kylfingar heims munu taka þátt á mótinu, sem er eitt af fimm risamótum í kvennagolfinu og mun sterkara en þau mót sem hún hefur leikið á hingað til.

Við erum gríðarlega stolt af Ólafíu og óskum henni til hamingju með þennan áfanga.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit