Ólafía Þórunn tryggði sér sæti á Opna breska meistaramótinu

Ólafía Þórunn tryggði sér sæti á Opna breska meistaramótinu

Með árangri sínum í Skotlandi um helgina hefur Ólafía Þórunn tryggt sér þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu sem fram fer um næstu helgi, dagana 3. - 6. ágúst. Ólafía lék lokahringinn á 73 höggum eða +1, fyrir og endaði í 13. sæti á móti helgarinnar, það hennar besti árangur hingað til á LPGA mótaröðinni.

Opna breska mótið fer fram dagana 3.-6. ágúst í Skotlandi á Kingsbarns vellinum en Ariya Jutanugarn hefur titil að verja í mótinu. Þetta verður í annað skiptið sem Ólafía Þórunn leikur á risamóti en fyrr á þessu ári lék hún á PGA meistaramótinu.

Við óskum Ólafíu Þórunni innilega til hamingju með frábæran árangur og hlökkum til að fylgjast með henni á Opna breska um næstu helgi.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit