Lotte/Hershey mótið í LPGA mótaröðinni fer fram á Hawaii núna um helgina, Ólafía Þórunn er búin að leika tvo hringi á mótinu og er það hennar fimmta LPGA mót á árinu.
Fyrri hringinn lék Ólafía á 76 höggum eða +4 og þurfti hún því á góðum hring að halda í gær til að komast í gegnum niðurskurð. Seinni hringinn lék hún á 75 höggum eða +3 og dugði það ekki til að komast áfram. Ólafía endaði í 129. sæti eftir hringinn í gær.