Opna ECCO mótið - úrslit

Opna ECCO mótið - úrslit

Það var heldur haustlegt um að litast í Grafarholtinu í gærmorgun þegar fyrstu keppendur í Opna ECCO 2017 mættu til leiks. Ekki virðist það þó hafa mikil áhrif á kylfinga því að nánast var fullbókað í mótið eða um 130 manns og var ræst út frá kl. 08:00-14:00. Veitt voru verðlaun fyrir sex efstu í punktakeppni, besta skor auk nándarverðlauna á öllum par 3 holum vallar. Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:

Punktakeppni:
Helgi Svanberg Ingason, GKG – 43 punktar
Jakob Gunnarsson, GR – 42 punktar (betri á seinni 9)
Böðvar Þórisson, GOS – 42 punktar
Karl Vídalín Grétarsson, GR – 40 punktar
Þorsteinn Reynir Þórsson, GKG – 39 punktar
Pétur Bjarni Guðmundsson, GKG – 38 punktar

Besta skor: Jón Andri Finnsson, GR – 72 högg

Nándarverðlaun:
2. braut: Helgi Ingason 1,83 m.
6. braut: Erling Adolf 0,64 m.
11. braut: Sigurður Hafsteinsson 3,45 m.
17. braut: Grettir Grettisson 1,85 m.

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna og vinningshöfum til hamingju með sigur í mótinu. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins mánudaginn 18. september.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við ECCO.

Til baka í yfirlit