Opna FJ 2017 á Grafarholtsvelli mánudaginn 7. ágúst

Opna FJ 2017 á Grafarholtsvelli mánudaginn 7. ágúst

Opna FJ 2017 verður haldið á Grafarholtsvelli mánudaginn 7. ágúst 2017. Ræst er út frá kl. 8:00. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og höggleikur. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og 3 efstu sætin í höggleik. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 brautum vallarins. Einnig verða veitt verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 3. braut.

Skráning í mótið hefst miðvikudaginn 2. ágúst kl.10:00 á www.golf.is. Mótsgjald er kr.5.600 kr. og greiðist við skráningu.

Verðlaun:

Höggleikur:
1. sæti: FJ fatnaður (Golfskór, sokkar, golfbuxur, bolur, peysa og belti)
2. sæti: FJ regnjakki og buxur
3. sæti: FJ golfskór & sokkar

Punktakeppni:
1. sæti: FJ fatnaður (Golfskór, sokkar, golfbuxur, bolur, peysa og belti
2. sæti: FJ regnjakki og buxur
3. sæti: FJ golfskór & sokkar

Nándarverðlaun:
2. braut: FJ regnhlíf og lúffur
6. braut: FJ regnhlíf og lúffur
11.braut: FJ regnhlíf og lúffur
17.braut: FJ regnhlíf og lúffur

Lengsta teighögg á 3. braut:
Gjafabréf fyrir fjóra á velli Golfklúbbs Reykjavíkur

Teiggjöf
Hver kylfingur fær að gjöf 50 bolta í Bása fyrir eða eftir mót. Þátttakandi gefa sig fram í afgreiðslu Bása og fá boltafötu afhenta.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við FOOTJOY

Til baka í yfirlit