Opna FJ 2017 - úrslit

Opna FJ 2017 - úrslit

Kylfingar mættu sprækir til leiks í Opna FJ 2017 sem leikið var á Grafarholtsvelli í dag. Ræst var út frá kl. 08:00 í morgun til kl. 14:30 og fylltist í mótið enda veðurblíðan slík. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í höggleik og punktakeppni, Magnús Lárusson og Viktor Ingi Einarsson voru jafnir á 66 höggum í höggleik en Viktor bar sigur úr býtum eftir að talið var til baka á seinni 9. Í punktakeppni sigraði Páll Ingólfsson og 43 punktum. Önnur úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:

Höggleikur
Viktor Ingi Einarsson, GR – 66 högg
Magnús Lárusson, GJÓ – 66 högg
Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR – 68 högg

Punktakeppni
Páll Ingólfsson, GJÓ – 43 punktar
Sigurður H. Hafsteinsson, GR – 42 punktar
Friðrik Friðriksson, GKG – 41 punktur

Nándarverðlaun
2. braut – Páll Ingólfsson, 63 cm
6. braut – Hilmar Helgi Sigurðsson, 58,5 cm
11. braut – Magnús Lárusson, 110 cm
17. braut – Örn Sveinsson, 232 cm

Lengsta teighögg á 3. braut – Viktor Ingi Einarsson

Keppendur geta nálgast teiggjafir sínar úr mótinu, 50 bolta í Básum, í afgreiðslu Bása ef þeir hafa ekki gert það nú þegar.

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna og óskum vinningshöfum til hamingju með sigurinn. Hægt verður að vitja vinninga á skrifstofu GR eftir kl. 13:00 þriðjudaginn 8. ágúst.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Footjoy

Til baka í yfirlit