Opna GR/Klaki í samvinnu við Rolf Johansen & Co. verður haldið helgina 22.-23. júlí. Keppnin mun fara fram á Korpúlfsstaðavelli báða daga og verður ræst út frá kl. 08:00. Þær lykkjur sem leiknar verða er Sjórinn/ Áin.
Leikfyrirkomulag mótsins er eftirfarandi: Tveir leikmenn mynda lið og verður leikinn betri bolti, punktakeppni. Hámarksforgjöf er gefin 18, eða eitt högg á holu. Ræst er út eftir skori á seinni degi. Upplýsingar um rástíma fyrir seinni dag verður að finna á heimasíðu klúbbsins www.grgolf.is á laugardagskvöld.
Að móti loknu verður haldi verðlaunaafhending sem verður nánar auglýst á seinni keppnisdegi og fer hún þannig fram að allir vinningar verða á verðlaunaborði. Það lið sem er í fyrsta sæti fær að fara fyrst upp og velja sín verðlaun og þaðan koll af kolli.
Skráning í mótið er hafin á www.golf.is - þátttökugjald er kr. 6.500 (pr. mann)
ATH! Mikilvægt er að þeir sem ætla að spila saman séu skráð hlið við hlið í rástíma á golf.is. Greiða þarf mótsgjald við skráningu.
Veitt eru glæsileg verðlaun fyrir 14 efstu sætin auk nándarverðlauna á öllum par 3 holum vallarins, báða dagana. Heildarverðmæti vinninga er yfir 1.000.000 kr. og eru þau ekki af verri endanum:
Gjafabréf með GB ferðum að verðmæti kr. 100.000 x2
Evrópuferð með Icelandair að verðmæti kr. 64.000 x2
Evrópuferð með Icelandair að verðmæti kr. 64.000 x2
Evrópuferð með Icelandair að verðmæti kr. 64.000 x2
Evrópuferð með Icelandair að verðmæti kr. 64.000 x2
Flug innanlands að eigin vali með Flugfélagi Íslands að verðmæti kr. 40.000 x2
Flug innanlands að eigin vali með Flugfélagi Íslands að verðmæti kr. 40.000 x2
Flug innanlands að eigin vali með Flugfélagi Íslands að verðmæti kr. 40.000 x2
Sun Mountain speedcart V1 þriggja hjóla kerra frá Örninn Golf að verðmæti kr. 32.990 x2
FJ golfpeysa, FJ golfbolur og FJ golfbuxur að eigin vali að verðmæti kr. 30.000 x2
Gjafabréf fyrir ECCO golfskóm að verðmæti kr. 30.000 x2
Golfhringur fyrir fjóra á Grafarholtsvelli að verðmæti kr. 39.000 x2
Golfhringur fyrir fjóra á Korpúlfsstöðum að verðmæti kr. 39.000 x2
Platínumkort í Básum að verðmæti kr. 10.950 x2
Allir keppendur frá afhenta teiggjöf frá Rolf Johansen & Co.
Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur – Skráning og mætingar í mót
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endugreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18:00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag. Mótsstjóri er Dóra Eyland dora@grgolf.is
Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við Rolf Johansen & Co.