Opna GR/Klaki – úrslit

Opna GR/Klaki – úrslit

Opna GR/Klaki var leikið á Korpúlfsstaðarvelli um helgina og tóku um 60 lið þátt í mótinu. Vindar blésu báða dagana en það var ekki til að draga úr mannskapnum. Úrslit voru kynnt á efri hæð Korpunnar fyrr í kvöld og fór verðlaunaafhending fram á sama tíma. Sigurvegarar í mótinu voru feðgarnir Sigurjón Árni Ólafsson og Árni Freyr Sigurjónsson en þeir kláruðu leik með 91 punkti, í öðru sæti voru Björn Ragnar Björnsson og Elvar Logi Rafnsson á 89 punktum og í því þriðja Óðinn Gunnarsson og Vignir Þ. Hlöðversson á 88 punktum. Önnur úrslit í mótinu er að finna í meðfylgjandi töflu.

Nándarverðlaun í mótinu hlutu neðangreindir:

Nándarverðlaun – laugardagur
3. braut - Steingrímur Hjörtur Haraldsson 1,66m
6. braut - Ásgeir Ingvarsson 0,45cm
9. braut - Víðir Stefánsson 0,96cm
13. braut - Halldór Guðjónsson 1,14m
17. braut - Magnús Páll Gunnarsson 2,73m

Nándarverðlaun – sunnudagur
3. braut - Rúnar Guðjónsson 3,25m
6. braut - Þórir Snær 15cm
9. braut - Jónas Sigurðsson 2,05m
13. braut - Björn Kristján Arnarson 135cm
17. braut - Steinar Ágúst Ágústsson 3,80m

Við þökkum keppendum öllum kærlega fyrir þátttökuna um helgina og óskum verðlaunahöfum til hamingu með sigurinn.

Golfklúbbur Reykjavíkur & Rolf Johansen & Co.

Til baka í yfirlit