Opna Heimsferðir 2017

Opna Heimsferðir 2017

Opna Heimsferðir verður haldið á Grafarholtsvelli sunnudaginn 27. ágúst 2017. Ræst verður út frá 08:00. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni, einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 5 efstu sætin. Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 brautum vallarins auk þess sem verðlaun verða veitt fyrir lengsta upphafshögg á 3. braut í karla og kvennaflokki og fyrir þann sem er næstur holu í öðru höggi á 18. braut.

Skráning í mótið hefst þriðjudaginn 22. ágúst kl.10:00 á www.golf.is. Mótsgjald er kr. 5.000 kr. og greiðist við skráningu. Innifalið í mótsgjaldi eru 50 upphitunarboltar í Básum fyrir leik.

Punktakeppni:
1 verðlaun. 100.000 kr gjafabréf í golfferð á vegum Heimsferða
2 verðlaun. 70.000 kr gjafabréf í golfferð á vegum Heimsferða
3 verðlaun. 50.000 kr gjafabréf í golfferð á vegum Heimsferða
4 verðlaun. 30.000 kr gjafabréf í golfferð á vegum Heimsferða
5 verðlaun. 30.000 kr gjafabréf í golfferð á vegum Heimsferða

Besta skor:
1 verðlaun 100.000 kr gjafabréf í golfferð á vegum Heimsferða.

Nándarverðlaun:
2. braut: Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 15.000 kr.
6. braut: Flugsæti fyrir tvo í borgarferðir á vegum Heimsferða
11. braut: Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 15.000 kr.
17. braut: Flugsæti fyrir tvo í borgarferðir á vegum Heimsferða

Lengsta teighögg á 3. braut í karla og kvennaflokki:
Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 15.000 kr. + Silfurkort í Bása
Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 15.000 kr. + Silfurkort í Bása

Næst holu í öðru höggi á 18. braut:
Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 15.000 kr. + Silfurkort í Bása

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Heimsferðir

Til baka í yfirlit